Ekki offjárfesting

Forstjóri Landsnets segir fyrirhugaða uppbyggingu á flutningskerfi nauðsynlega til langrar …
Forstjóri Landsnets segir fyrirhugaða uppbyggingu á flutningskerfi nauðsynlega til langrar framtíðar litið.

Í ViðskiptaMogga sl. miðvikudag varaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, við offjárfestingu, m.a. í dreifikerfi raforku. Í kjölfarið ræddi blaðamaður við Guðmund Inga Ásmundsson forstjóra Landsnets um áform fyrirtækisins um framtíðaruppbyggingu á flutningsneti rafmagns á landinu.

Guðmundur segir það sérstakt að tala um offjárfestingu þegar kemur að því að uppfylla lögbundnar skyldur. Hann segir að eftir síðasta hrun hafi verið dregið mjög úr fjárfestingu tímabundið, sem hafi ekki gefið góða raun því „þörfin á fjárfestingum er orðin mikil og erfitt að bíða lengur“.

Hafa verði í huga að við uppbyggingu á svo mikilvægum innviðum verði að horfa til langs tíma og stilla framkvæmdaáætlun þannig upp að hægt sé að bæta ástandið jafnt og þétt. Áform Landsnets séu að bæta ástandið verulega á næstu tíu til fimmtán árum. Guðmundur bendir á að kerfið sé komið til ára sinna og þurfi endurnýjun, en einnig sé flutningsgetan og öryggið víða undir viðmiðunarmörkum bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Spurður nánar í uppbyggingarþörfina segir Guðmundur að kröfur til raforkuöryggis séu að aukast mjög mikið, og muni enn aukast við orkuskiptin. Samgöngur á landi kalli ekki einungis á aukna raforkuþörf heldur aukast kröfur til muna um öryggi afhendingar. Einnig sé mikilvægt að bæta úr flutningsgetu á milli landshluta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK