IBM mun segja upp tíu þúsund manns

Vörumerkis IBM.
Vörumerkis IBM. AFP

Tæknifyrirtækið IBM mun á næstu vikum segja upp rétt um tíu þúsund starfsmönnum í Evrópu. Með þessu vonast fyrirtækið til að hægt verði að lækka kostnað innan sviða sem verst hafa orðið úti í faraldri kórónuveiru. Bloomberg greinir frá. 

Uppsagnirnar munu hafa áhrif á um 20% starfsfólks í álfunni samkvæmt upplýsingum innan úr fyrirtækinu. Flestar uppsagnir verða í Þýskalandi og Bretlandi, en sömuleiðis er gert ráð fyrir talsverðum niðurskurði í Póllandi, Slóvakíu, Ítalíu og í Belgíu. 

IBM greindi frá því í nóvember að skorið yrði niður í starfsemi fyrirtækisins í Evrópu. Þar kom m.a. fram að ýmis tækniþjónusta fyrirtækisins hefði orðið fyrir barðinu á faraldrinum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK