Kjartan hættir eftir 11 ár í framkvæmdastjórn Sýnar

Kjartan Briem hefur verið í framkvæmdastjórn Sýn (og áður Vodafone) …
Kjartan Briem hefur verið í framkvæmdastjórn Sýn (og áður Vodafone) frá árinu 2009. mbl.is/Golli

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu frá og með næstu áramótum. Mun hann í kjölfarið hverfa til annarra verkefna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Kjartan situr auk þess í framkvæmdastjórn móðurfélagsins Sýnar.

Kjartan hefur verið framkvæmdastjóri tæknisviðs fyrirtækisins frá árinu 2009. Áður hafði hann starfað sem framkvæmdastjóri hjá Íslandssíma.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK