Toyota neyðist til að loka verksmiðjum

Langar raðir eru við landamæri Bretlands.
Langar raðir eru við landamæri Bretlands. AFP

Bifreiðaframleiðandinn Toyota hefur lokað þremur verksmiðjum fyrirtækisins. Tveimur í Bretlandi og einni í Frakklandi, en rekja má það til vandamála á landamærum Bretlands. Fjölmörg lönd hafa lokað á Bretland sökum útbreiðslu veirunnar þar í landi. 

Nú síðast bættist Frakkland í hóp þeirra ríkja sem bannað hafa flugferðir til og frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi. Talið er að það sé allt að 70% meira smitandi en fyrra afbrigðið. 

Í kjölfar vandamála við að koma varahlutum milli Frakklands og Bretlands hefur Toyota tekið ákvörðun um að loka þremur verksmiðjum í löndunum. Áður hafði verið ráðgert að loka verksmiðjunum frá aðfangadag til 28. desember, en vegna vandamála var ákveðið að flýta því. 

„Ef staðan lagast þá vonumst við til að hefja framleiðslu á ný þann 28. desember,“ var meðal þess sem fram kom í tilkynningu frá Toyota. 

 

Toyota.
Toyota. AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK