Hrun í sölu íslensks neftóbaks

Nikótínpúðar að sænskri fyrirmynd hafa rutt sér til rúms hér …
Nikótínpúðar að sænskri fyrirmynd hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu tvö árin. Æ fleiri snúa sér að púðunum í stað neftóbaksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sannkallað hrun varð í sölu neftóbaks í fyrra. Þetta sýna tölur frá ÁTVR. Nemur samdrátturinn 44,81%. þannig seldust 25,4 tonn af neftóbaki í fyrra en ríflega 46 tonn höfðu selst af því ári áður.

Með samdrættinum á nýliðnu ári hefur orðið snöggur viðsnúningur á langvarandi söluaukningu neftóbaks sem hefur verið stöðug og mikil frá árinu 2013. Ein helsta skýring aukinnar sölu neftóbaks á síðustu árum er neysla þess í formi munntóbaks. Hefur notkun af því tagi notið mikilla vinsælda meðal ungs fólks.

Á sama tíma og hinn mikli samdráttur varð í sölu neftóbaksins jókst sala vindlinga um 8,56%, vindla um 5,16% og reyktóbaks um 17,36%. Aukningin í þessum flokkum tóbaks felur í sér viðsnúning frá fyrri árum þar sem salan hefur dregist talsvert saman. Má gera ráð fyrir að tölurnar nú vitni ekki um neysluaukningu heldur fremur að sala sem annars hefði farið fram í fríhöfnum eða erlendis hafi nú flust inn í landið.

Ein helsta skýring aukinnar sölu neftóbaks á síðustu árum er neysla þess í formi munntóbaks. Hefur notkun af því tagi notið mikilla vinsælda meðal ungs fólks, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK