Icelandair Group undirbýr sölu Iceland Travel

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu, Iceland Travel. Ákvörðunin er í tilkynningu sögð í takt við stefnu Icelandair Group að leggja höfuðáherslu á kjarnastarfsemi félagsins, flugrekstur. Markmiðið í söluferlinu verði að hámarka virði fyrirtækisins og á sama tíma tryggja hagsmuni starfsfólks og íslenskrar ferðaþjónustu.

Iceland Travel er rótgróið ferðaþjónustufyrirtæki og hefur verið leiðandi í þjónustu til ferðamanna hér á landi. Íslandsbanki mun veita Icelandair Group ráðgjöf og hafa umsjón með söluferlinu.

„Sala Iceland Travel er í takt við stefnu Icelandair Group að leggja höfuðáherslu á kjarnastarfsemi okkar, flugrekstur. Iceland Travel hefur verið leiðandi á sínu sviði í áratugi og mun halda áfram að sinna því hlutverki um leið og aðstæður batna og eftirspurn eftir ferðalögum á milli landa eykst á ný. Það er ljóst að í kjölfar heimsfaraldursins verða tækifæri til hagræðingar í íslenskri ferðaþjónustu og ég tel að þar geti Iceland Travel, sem býður heildstæða þjónustu til ferðamanna, verið í lykilhlutverki,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK