Jet2 bætir við ferðum til Íslands

Frá fyrsta flugi Jet2.com til Keflavíkur 7. febrúar árið 2019.
Frá fyrsta flugi Jet2.com til Keflavíkur 7. febrúar árið 2019. Ljósmynd/Isavia

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks, sem áður höfðu tilkynnt um flug til Íslands frá Manchester á Englandi næsta vetur, munu framlengja flugáætlun sinni og fljúga hingað til lands tvisvar í viku sumarið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Flugfélagið byrjaði í desember að auglýsa helgarferðir til Íslands frá í september til nóvember og aftur í febrúar og fram í apríl. Nú horfir félagið til þess að fljúga allt sumarið 2022 og fram í október til Íslands, en flogið verður á mánudögum og fimmtudögum.

Bæði verður hægt að kaupa stakt flugfar og pakkaferðir til Íslands, en með þessu er bæði horft til breska markaðarins og að Íslendingar geti keypt flug til Manchester-borgar. Jet2CityBreaks hóf flug til Íslands fyrst árið 2019.

„Það er okkur mikið gleðiefni að geta boðið upp á flug og borgarferðir fyrir sumarið 2022 frá Manchester-flugvelli. Það er mikil uppsöfnuð eftirspurn og við vitum að flug- og borgarferðir okkar verða vinsælar,“ er haft eftir Steve Heapy, forstjóra Jet2.com og Jet2holidays í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK