Sæmundur ráðinn framkvæmdastjóri EFLU

Sæmundur Sæmundsson.
Sæmundur Sæmundsson. Ljósmynd/EFLA

Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EFLU og tekur hann við af Guðmundi Þorbjörnssyni í lok apríl næstkomandi. Guðmundur hefur ákveðið að stíga til hliðar og taka að sér ný hlutverk hjá EFLU.

Sæmundur gegndi stöðu forstjóra Borgunar frá 2018-2020, var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sjóvár 2011-2017 og þar áður forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Teris 1998-2011. Jafnframt hefur Sæmundur setið í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, verið stjórnarformaður Auðkennis, í stjórn Aur app ehf. og í varastjórn Reiknistofu bankanna, að því er segir á vef EFLU.

Sæmundur er tölvunarfræðingur að mennt frá University of Texas í Bandaríkjunum og hefur auk þess bætt við sig menntun á sviði stjórnunar. Hann er kvæntur Margréti V. Kristjánsdóttur, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og eiga þau þrjá syni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK