Pósturinn hækkar stjórnarlaunin

Stjórnendaskipti hjá Póstinum kostuðu tugi milljóna.
Stjórnendaskipti hjá Póstinum kostuðu tugi milljóna. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt var á aðalfundi Íslandspósts síðastliðinn föstudag að hækka laun stjórnarmanna úr 172 þúsund á mánuði í 177 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöföld laun stjórnarmanns.

Þetta kom fram á fundinum. Þá kemur fram í nýbirtum ársreikningi að laun og hlunnindi stjórnar, forstjóra og lykilstjórnenda hafi numið 207,6 milljónum árið 2019 en 153,6 milljónum árið 2020.

Þá hafi laun forstjóra verið 41,6 milljónir árið 2019 en 28,3 milljónir í fyrra. Þá lækkuðu laun stjórnarmanna úr 14 milljónum 2019 í 12,3 milljónir króna 2020. Bent er á að hluta af ári voru tveir forstjórar á launum hjá félaginu auk stjórnenda sem létu af störfum á árinu. En til upprifjunar urðu miklar breytingar á stjórn félagsins árið 2019 þegar Birgir Jónsson varð forstjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK