Hlutabótaleiðin fellur inn í Hefjum störf

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félags- og barnamálaráðherra mun í dag eða á föstudag undirrita reglugerð um að hlutabótaleiðin falli inn í atvinnuátakið Hefjum störf.

100 þúsund króna eingreiðsla verður greidd til þeirra sem voru búnir að missa vinnuna fyrir Covid-19, að því er Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra greindi frá eftir ríkisstjórnarfund.

Ráðist verður í fjölbreyttar félagslegar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa, gagnvart öldruðum, fötluðu fólki og sérstök áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál barna og ungmenna.

200 milljónir króna munu renna til Félagsmálaráðuneytisins og 600 milljónir króna sérstaklega til síðastnefnda hópsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK