Nadine ráðin til Play

Flugfélagið Play.
Flugfélagið Play.

Nadine Guðrún Yaghi, sem hefur starfað sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, hefur verið ráðin til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins.

Undanfarin ár hefur Nadine vakið athygli fyrir rannsóknarverkefni, einkum í fréttaskýringaþættinum Kompási. Fram kemur á Vísi að hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar.

Nadine fékk blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrr á árinu vegna umfjöllunar um mistök við greiningu leghálssýna hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK