Kristín nýr fjármálastjóri Sýnar

Kristín Friðgeirsdóttir, nýr fjármálastjóri Sýnar hf.
Kristín Friðgeirsdóttir, nýr fjármálastjóri Sýnar hf. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Sýnar hf.

Kristín hefur undanfarin ár starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi í tekjustýringu, gagnagreiningu og stefnumarkandi ákvarðanatöku er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Hún hefur einnig kennt MBA og stjórnendanámskeið í London Business School.

Kristín tekur við af Signýju Magnúsdóttur sem snýr aftur til Deloitte og bætist í hóp hluthafa þess félags. 

Kristín hefur setið í stjórnum Kviku banka, Eikar, Controlant, Distica og Völku og var áður varaformaður TM og stjórnarformaður Haga. Kristín er með meistaragráðu í fjármálaverkfræði og doktorsgráðu í rekstrarverkfræði frá Stanford-háskóla,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK