„Langþráður draumur að rætast“

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, tók fyrstu skóflustunguna að versluninni …
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, tók fyrstu skóflustunguna að versluninni ásamt Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi. Ljósmynd/Agnieszka Luksza

Fyrsta skóflustungan að nýrri verslun Krónunnar á Akureyri var tekin í dag í björtu veðri á svokölluðum Hvannavallareit og er áætlað að hún verði opnuð síðla árs 2022. 

Verslunin er rúmir 2.000 fermetrar að stærð og verður fyrsti áfangi framkvæmdarinnar í höndum Lækjarsels ehf. á Akureyri.

„Þetta er langþráður draumur sem er að rætast,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, sem tók fyrstu skóflustunguna ásamt Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar. 

Fyrsta Krónuverslunin á Norðurlandi

Verslunin verður með stærstu Krónuverslununum hér á landi og sú fyrsta sem rís á Norðurlandi. Akureyringar taka þessum áformum með eindæmum vel:

„Þetta er gríðarlega stórt tækifæri fyrir okkur til þess að auka þjónustuna á þessu svæði. Við finnum á íbúum hér, sem við höfum rekist á, að það er gríðarleg spenna í loftinu þó svo að húsið sé ekki komið upp,“ segir hún. Stemningin á Akureyri sé vel í takt við tíðarandann í Krónunni þar sem gleðin ræður ríkjum beggja vegna.

„Við munum kappkosta að koma að góðu vöruúrvali á sama hagstæða verði og fólk þekkir frá öllum Krónuverslunum,“ segir Ásta í samtali við mbl.is.

Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK