Hlutabréf Robinhood hafa hækkað um 81%

Robinhood fór á markað á fimmtudaginn.
Robinhood fór á markað á fimmtudaginn. AFP

Hlutabréf Robinhood Markets, sem er einn vinsælasti verðbréfamiðlari í Bandaríkjunum, hafa hækkað gríðarlega eftir að fyrirtækið fór á markað í síðustu viku.

Fyrsti dagur fyrirtækisins í kauphöllinni var einn sá versti hjá nýskráðu fyrirtæki en bréfin lækkuðu mest um 12%. Eftir miklar hækkanir í dag og í gær eru bréfin búin að fara hæst í 77 bandaríkjadali, en útboðsverð á bréfum fyrirtækisins var 38 dalir. Það er í kringum 102% ávöxtun. Bréf fyrirtækisins standa nú í 68,83 dölum og hafa því bréfin hækkað um rúmlega 81% frá útboðinu. Þetta kemur fram á vef Yahoo Finance. 

Cathie Wood og fjárfestingasjóðurinn hennar ARK hefur keypt yfir 4,9 milljón hluti í fyrirtækinu. Talið er að almennir fjárfestir eigi mikinn þátt í verðhækkunum hlutabréfa fyrirtækisins. Hlutabréf Robinhood er umtöluðust bréfin á vinsælu reddit-síðunni Wallstreetbets.

Robinhood hefur verið vinsælasti verðbréfamiðlari síðunnar en þeim lenti þó saman þegar öll viðskipti með bréf GameStop og AMC voru stoppuðu í stuttan tíma í byrjun árs.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK