Grænar tölur áberandi í Kauphöllinni

Kauphöllin á Íslandi.
Kauphöllin á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Eftir mikinn titring á hlutabréfamörkuðum bæði hér á landi og erlendis í gær hafa tölurnar verið mestmegnis grænar það sem af er degi. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 0,16% og í Evrópu hafa hækkanir á helstu vísitölum verið á bilinu 1-1,5%.

Hlutabréf í Eimskip hafa hækkað mest, eða um 5,83%. Hlutabréf í Högum hafa hækkað næstmest eða um 3,25% það sem af er degi. Bæði þessi félög sendu frá sér jákvæða afkomuviðvörun í gær eftir lokun markaða. Flest önnur félög í Kauphöllinni hafa einnig hækkað í viðskiptum í dag, þótt hækkunin sé minni en hjá fyrrnefndu félögunum.

Ástæðan fyrir þessum titringi í gær mun vera yf­ir­vof­andi gjaldþrot kín­verska fast­eignaþró­un­ar­fé­lags­ins Evergrande.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK