Teppin hafa flogið út

Teppasalinn Alan Talib frá London hyggst söðla um og reka …
Teppasalinn Alan Talib frá London hyggst söðla um og reka kaffihús og sinna fasteignaþróun þegar hann er búinn að selja öll sín teppi.

Segja má að rýmingarsala Cromwell Rugs ehf. á handofnum persneskum teppum í Víkurhvarfi 2 í Kópavogi hafi fengið fljúgandi start og er teppasalinn Alan Talib að mestu hæstánægður með móttökurnar.

„Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum kynnst frábæru fólki á Íslandi. Við höfum þó lent í smávægilegum atvikum. Ég hef fengið hringingar frá fólki með fordómafull og rasísk ummæli. Að öðru leyti hefur öll upplifunin verið dásamleg,“ segir Talib í samtali við ViðskiptaMoggann.

Talib var staddur heima hjá sér í Bretlandi þegar blaðamaður hafði samband við hann en hann er væntanlegur aftur til Íslands um næstu helgi.

„Við ætlum að hafa opið nokkrar helgar í viðbót, en ég veit ekki hve lengi. Það fer eftir viðbrögðunum,“ bætir Talib við en hann segist ekki ætla að vera með teppaverslun sína hér til langframa.

„Þetta hefur gengið framar vonum og teppin hafa selst hraðar en ég bjóst við.“

Helmingurinn selst

Talib vill aðspurður ekki gefa upp sölutölur en segir að helmingur af þeim teppum sem voru í versluninni hafi selst á þeim níu dögum sem verslunin hafi verið opin. Að auki bíði teppi í tollinum og tveir gámar að auki séu á leið til landsins frá Hamborg, þar sem teppin eru geymd í vöruhúsi.

Eins og fram kom í samtali við Talib í Morgunblaðinu daginn sem verslunin var opnuð hyggst hann flytja til landsins 4.200 teppi en alls á hann 25 þúsund teppi á lager í Hamborg, sem er miðstöð teppaviðskipta í Evrópu. Teppin keypti Talib öll í írönskum bæjum.

Vilja hvít teppi

Sum teppi seljast hraðar en önnur, en Íslendingar virðast vera sérstaklega ginnkeyptir fyrir hvítum teppum að sögn Talibs. „Við þurfum að bæta við fleiri slíkum teppum.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK