Konur aðeins 10% framkvæmdastjóra

„Það er bara ekkert að gerast. Það er ekkert að frétta, sem eru slæmar fréttir.“ Með þessum orðum lýsir dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo stöðu jafnréttismála þegar rýnt er í hlutfall kvenna í hópi framkvæmdastjóra á íslenska fyrirtækjamarkaðnum.

Gunnar og Dagný Dögg Franklínsdóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Creditinfo eru gestir í Dagmálum í dag þar sem þau fara yfir verkefnið Framúrskarandi fyrirtæki og hvaða þýðingu listinn hefur fyrir íslenskt atvinnulíf.

Aðeins 10% framkvæmdastjóra

Frá árinu 2009 þegar Creditinfo fór að taka saman lista yfir framúrskarandi fyrirtæki hefur hlutfall kvenna í þessum hópi haldist nær algjörlega óbreytt, eða um 10%.

Á fimmtudag í næstu viku mun Creditinfo birta listann yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021 og sem stendur eru þau um 840 talsins. Segir Gunnar ekkert benda til þess að kynjahlutfallið meðal framkvæmdastjóra hafi þokast í rétta átt frá fyrra ári.

Sama dag og listinn verður kynntur kemur út sérrit á vegum Morgunblaðsins sem hefur að geyma yfirlit yfir fyrirtækin, ýmiskonar forvitnilega tölfræði sem tengist listanum og fyrirtækjunum sem á honum eru, auk viðtala við framkvæmdastjóra sem eru að gera spennandi hluti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK