Mörg sveitarfélög lækka skatt af íbúðum

Sjö af tólf fjölmennustu sveitarfélögum landsins lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði á næsta ári til að koma til móts við íbúa vegna hækkunar fasteignamats. Fimm sveitarfélaganna lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Kemur þetta fram í samantekt Félags atvinnurekenda.

„Það eru ákveðin vonbrigði að fleiri sveitarfélög í hópi þeirra stærstu hafi ekki haft tækifæri til að hreyfa sig í þessa átt. Það á sérstaklega við um Reykjavíkurborg sem leggur fasteignaskatt á rúmlega helming alls atvinnuhúsnæðis í landinu. Sérstaða borgarinnar er sláandi, hún er í hópi þeirra sveitarfélaga sem leggja hæstu skattprósentuna á atvinnuhúsnæði. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir borgarstjórnarmeirihluta sem vill hlúa vel að atvinnulífi,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Fréttaskýringu um málið má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK