Örvar nýr meðeigandi PwC

Örvar O. Ólafsson.
Örvar O. Ólafsson. Ljósmynd/Aðsend

Örvar O. Ólafsson hefur bæst í hóp eigenda end­ur­skoðenda­fyr­ir­tæk­is­ins PwC en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2018.

Áður hafði hann starfað hjá félaginu árin 2005 til 2008. Hann lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands árið 2009 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2016, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Örvar stýrir starfsstöð PwC í Vestmannaeyjum og hefur unnið við endurskoðun margra fyrirtækja í viðskiptamannahópi PwC undanfarin ár, þar á meðal fyrirtækja í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Á árunum 2008-2014 starfaði Örvar sem fjármálastjóri hjá Kynnisferðum ehf., og Reykjavik Excursions ehf. Þá hefur Örvar jafnframt komið að bókhalds- og fjármálatengdri kennslu í gegnum árin.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK