Google kaupir húsnæði á milljarð dollara

Google hefur enn mikla trú á vinnustaðnum sem hugmynd þrátt …
Google hefur enn mikla trú á vinnustaðnum sem hugmynd þrátt fyrir að fimmtungur starfsmanna fyrirtækisins muni halda áfram að vinna að heima eftir að faraldrinum lýkur. AFP

Bandaríski tæknirisinn Google samþykkti í dag að fyrirtækið myndi kaupa skrifstofuhúsnæði í Lundúnum að andvirði eins milljarðs dollara, eða 128 milljarða króna. 

Google mun þannig eignast alla Central St. Giles-bygginguna í Lundúnum sem fyrirtækið hefur tekið á leigu hingað til. Forsvarsmenn Google segja að ráðist verði í allsherjar yfirhalningu á byggingunni til þess að auðveldara verði að koma til móts við þarfir starfsmanna. Meðal annars verði vinnusvæði utandyra. 

„Þessi fjárfesting er til marks um þá trú sem Google hefur á skrifstofunni sem stað þar sem hægt er að koma saman og vinna saman,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Samt sem áður telur Google að um fimmtungur starfsmanna fyrirtækisins muni halda áfram að vinna heima, eins og faraldurinn hefur sýnt að sé algjörlega gerlegt. 

„Við leggjum áherslu á að skapa sveigjanlegt vinnuumhverfi, þar sem nýsköpun, listfengi og samheldni ræður ríkjum.“

Fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, fagnar áformunum og segir þetta til sönnunar um að Lundúnir og Bretland séu staður þar sem stór fyrirtæki vilja koma og vaxa enn frekar. 

Í fyrra tilkynnti Google að fyrirtækið myndi taka til notkunar skrifstofuhúsnæði sem keypt var á 2,1 milljónir dollara, tæplega 270 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK