Nýjar verslanir í Borgartúni, Skeifunni og á Akureyri

Miklar endurbætur eiga sér nú stað á gamla Mylluhúsinu í …
Miklar endurbætur eiga sér nú stað á gamla Mylluhúsinu í Skeifunni 19. Þar mun Krónan opna nýja verslun í júní. mbl.is/Árni Sæberg

Í júní er stefnt að því að taka í notkun verslunarhúsnæði þar sem Myllan var áður til húsa í Skeifunni. Munu verslanir Krónunnar og Elko sem þegar eru í Skeifunni flytjast þangað. Þegar hefur verið ákveðið að útibú af nýjum pítsastað verði í Krónuversluninni. Þá opna einnig tvær aðrar nýjar Krónuverslanir á árinu, meðal annars stórverslun á Akureyri.

Í fyrra var greint frá því að Krónan og Elko myndu flytjast í endurgert húsnæði Myllunnar og í fjárfestingakynningu Festis vegna uppgjörs síðasta árs kemur fram að stefnt sé að opnun í júní, en Festi er móðurfélag Krónunnar, Elko og N1. Þá er einnig gert ráð fyrir að ný verslun opni í Borgartúni í apríl og á Akureyri er gert ráð fyrir að stórverslun opni í nóvember á svokölluðum Hvannavallareit við Glerárgötu.

Pítsastaður á vegum Ásu og Emils í Skeifunni

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis, segir í samtal i við mbl.is að um verslanirnar á Akureyri og Skeifunni verði í stærsta flokki, en í þann flokk falla meðal annars verslanir Krónunnar á Granda og í Lindum. Eggert segir fermetrafjöldann þó verða aðeins minni, en að umgjörðin verði sú sama. Það þýði meðal annars að gert er ráð fyrir matsölustöðum inn í verslununum, en í Lindum er t.d. boðið upp á sushi og kjúkling sem er matreitt á staðnum.

Hjónin Emil Hallfreðsson og Ása Reginsdóttir ásamt börnum sínum Andreu …
Hjónin Emil Hallfreðsson og Ása Reginsdóttir ásamt börnum sínum Andreu og Emanuel. mbl.is/Stella Andrea

Eggert segir að í Skeifunni verði útibú frá pítsustaðnum OLIFA – La Madre Pizza sem er hugarfóstur hjóananna Ásu Maríu Reginsdóttur og Emils Hallfreðssonar fótboltakappa. Þegar hafði verið tilkynnt að pítsastaðurinn myndi opna á þessu ári á Suðurlandsbraut 12, þar sem Eldsmiðjan var lengi til húsa. Er það veitingafélagið Gleðipinnar sem standa að baki staðarins ásamt þeim Ásu og Emil, en Gleðipinnar reka nú fyrir meðal annars pítsastaðina Blackbox og Shake&Pizza.

Vilja stað með tengingu við Akureyri

Á Akureyri hefur enn ekki verið ákveðið hvaða matsölustaður opni, en Eggert segir að horft sé til þess að hafa stað með séreinkenni tengd við Akureyri. Vinna við uppbygginguna gengur vel að hans sögn, en nú er unnið að því að setja þakið á nýja verslunarhúsnæðið. Er það byggt á svæði þar sem áður voru tveir samliggjandi braggar sem breski herinn reisti á Gleráreyrum árið 1941, eða fyrir rúmlega 80 árum síðan.

Í Borgartúni er Krónan að standsetja húsnæði þar sem áður voru verslanir Vínbúðarinnar og Fylgifiska sem og veitingastaðurinn Blackbox. Eggert segir að þetta sé því stærri verslun en Vínbúðin var með. Mun verslunin flokkast sem millistór verslun.

Nýja húsnæið er skammt frá gatnamótum Skeifunnar og Grensásvegar.
Nýja húsnæið er skammt frá gatnamótum Skeifunnar og Grensásvegar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK