Loksins og Joe lokað í Leifsstöð

Breytingar eru fyrir höndum á veitingasölu á næsta ári.
Breytingar eru fyrir höndum á veitingasölu á næsta ári. mbl.is/Unnur Karen

Opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri tveggja veitingastaða í Leifsstöð verður haldinn í Hörpu í dag. Um er að ræða tvö ný veitingarými á annarri hæð í norðurbyggingu flugstöðvarinnar. Þessi tvö veitingarými eru boðin út saman og möguleiki er á að þeim sem verður hlutskarpastur í útboðinu verði boðið að taka þriðja rýmið en það verður á öðrum stað í flugstöðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í kynningargögnum frá Isavia kemur fram að breytingar séu fyrir höndum á veitingarýmum í brottfararsalnum sem ferðalangar koma inn í beint eftir öryggisleit og fríhöfn ríkisins. Annar staðurinn verður þar sem Penninn er nú með bókaverslun sína en sú verslun fer í annað rými. Hinn staðurinn verður gegnt útgangi fríhafnarinnar en þar hefur verið rekin tískuvöruverslun.

Kynnt er að þremur veitingastöðum í Leifsstöð verði lokað samfara þessum breytingum; Nord, Joe and the Juice og Loksins bar. Þá áformi Isavia að opna nýjan sölustað fyrir samlokur, kaffi og fleira slíkt.

Samið verður til fimm ára um veitingarýmin tvö og mögulegt er að framlengja þann samning til eins eða tveggja ára. Í rýminu þar sem Penninn er nú verður veitingastaður sem tekur 80 manns í sæti. Þar verður lögð áhersla á norrænan mat, svo sem smurbrauð, sjávarrétti og kalda bakka. Í hinu rýminu komast fyrir 200 matargestir en þar verði einnig gott úrval matar til að taka með sér. Þar eiga gestir að geta fengið morgunmat, hádegisverð og kvöldverð en einnig gripið með sér nýbakað brauð, bakkelsi og hágæða kaffi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK