Bjóða farþegum að kolefnisjafna flugferðir

Flugfélagið Play býður viðskiptavinum að kolefnisjafna flugferðir sínar.
Flugfélagið Play býður viðskiptavinum að kolefnisjafna flugferðir sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðskiptavinir flugfélagsins Play þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af flugviskubitinu sem fylgir gjarnan utanlandsferðum en fyrirtækið býður nú upp á lausnir þar sem farþegar geta kolefnisjafnað flugferðir sínar. 

Þær lausnir sem standa til boða eru þörungaræktun sem bindur CO2 úr andrúmsloftinu, framleiðsla á Líf-olíu og skógrækt.

Með þessu vill Play koma til móts við breiðan hóp viðskiptavina sem gerir ólíkar kröfur og hefur mismikið svigrúm við að kolefnisjafna, að því er fram kemur í tilkynningu flugfélagsins.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið hér.

„Það er ekkert leyndarmál að flugi fylgir talsverður útblástur og þess vegna höfum við lagt mikla áherslu á að gera sjálfbærni vegferð okkar gagnsæja, mælanlega og trúverðuga. Ég er sannfærð um að viðskiptavinir muni fagna því að geta loks kolefnisjafnað flug sitt. Við val á samstarfsaðila vorum við með skýrar kröfur um að geta boðið upp á lausnir sem kolefnisjafna með trúverðugum og ábyrgum hætti og hafa raunverulegan loftslags ávinninga í för með sér.

Klimaet, danskt nýsköpunarfyrirtæki, varð fyrir valinu enda uppfyllir fyrirtækið ofangreindar kröfur. Þetta er aðeins eitt af okkar fyrstu skrefum á okkar sjálfbærni vegferð en við erum bara rétt að byrja,“ er haft eftir Rakel Evu Sævarsdóttur, forstöðumanni Sjálfbærni hjá Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK