Hagnaður Sýnar eykst milli ára

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. mbl.is/RAX

Hagnaður Sýnar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 207 milljónum króna, samanborið við 231 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins numu tæpum 5,7 milljörðum króna og jukustu um rúmar 680 milljónir á milli ára.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Sýnar sem birt var fyrir stundu.

EBITDA hagnaður nam 1,7 milljarði á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við tæpa 1,4 milljarð á sama tíma í fyrra og handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1,1 milljarði króna, sem er hækkun um 104% á milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,2% í lok fyrsta fjórðungs ársins.

Rekstrarkostnaður nam á tímabilinu rétt rúmlega 1,6 milljarði og hækkaði aðeins um 30 milljónir króna á milli ára.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir í uppgjörstilkynningu að innri tekjuvöxtur nemi 14% á milli ára og að félagið hafi haldið aftur af rekstrarkostnaðir, sem hækki minna en verðlag.

„Vegna árstíðarsveiflu í rekstri fyrirtækisins eykst afkoman jafnan þegar líða tekur á árið. Ofan á það bætist fyrirsjáanlegur vöxtur í starfseminni vegna bættrar þjónustu, nýs vöruframboðs og uppbyggingar 5G og tengdrar tækni,“ segir Heiðar.

„Við erum því á góðri leið með að ná afkomu af reglulegri starfsemi upp í 100 m.kr. á mánuði að meðaltali yfir árið. Frjálst fjárflæði er einnig mjög sterkt og eykst um 603 m.kr. á tímabilinu.“

Hann segir jafnframt að ýmsir þættir rekstrar sem fóru úr skorðum vegna COVID komi nú jákvæðir inn í rekstur þegar líða taki á árið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK