Nýtt nafn á rætur að rekja til tilgátu um heimsálfu

Icelandia er nýtt regnhlífaheiti sem nær utan um starfsemi Kynnisferða, …
Icelandia er nýtt regnhlífaheiti sem nær utan um starfsemi Kynnisferða, Icelandic Mountain Guoides, Iceland Rovers, Dive.is og starfsemi Flybus. Ljósmynd/Icelandia

Icelandia er nýtt regnhlífarheiti utan um starfsemi Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og starfsemi Flybus.

Nafnið, sem á rætur að rekja til tilgátu um að undir Íslandi væri falin heimsálfa, staðsetur fyrirtækið sem miðpunkt ferðalausna á Íslandi gagnvart erlendum ferðamönnum, segir í tilkynningu Icelandia. 

„Icelandia er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar, er undirverktaki Strætó bs. í akstri á höfuðborgarsvæðinu og rekur dráttarbílafyrirtæki undir nafninu Garðaklettur ehf.  Auk þess er Icelandia hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum, eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum heilsulindum og Raufarhólshelli.“

Félögin veita ferðamönnum ýmiss konar þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.

Nýtt og sameinað fyrirtæki undir nafninu Icelandia er til marks um vilja okkar til að standast ekki bara væntingar, heldur verða þekkt sem helsta gáttin að Íslandi,“ er haft eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Icelandia, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK