Rafn Viðar hættir hjá Fossum og stofnar eigin sjóð

Rafn Viðar Þorsteinsson.
Rafn Viðar Þorsteinsson.

Rafn Viðar Þorsteinsson, sem starfað hefur verið hjá Fossum í rúm fimm ár, lætur af störfum hjá félaginu um næstkomandi mánaðamót og hefur rekstur á sínum eigin fjárfestingarsjóð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fossum en þar er haft eftir Rafni Viðaði að sjóðurinn muni starfa undir hatti Seiglu eignastýringar ehf. og verður sérhæfður sjóður með víðtækar fjárfestingarheimildir en aðaláherslu á innlend hlutabréf.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa, segir í sömu tilkynningu að það sé ánægjulegt að sjá samstarfsfólk blómstra og vaxa á starfsferli sínum.

„Hjá Fossum starfar margt framtakssamt og metnaðarfullt fólk sem öðlast hefur mikilvæga reynslu hjá okkur. Við þökkum Rafni Viðari samstarfið og verðmætt framlag til starfsemi Fossa og óskum honum velfarnaðar á nýjum og spennandi vettvangi,“ segir Haraldur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK