Dæmi sem er verulega skekkt

Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasamband Íslands.
Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasamband Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rafbílasamband Íslands gefur lítið fyrir niðurstöður Hagfræðistofnunar HÍ um að ívilnun vegna kaupa á rafbílum sé óhagkvæmasti kosturinn til að draga úr losun en þar er gert ráð fyrir að ríkið verði af tæpum 39 milljörðum haldi stuðningur þess við rafbílakaup áfram fram til ársins 2030.

Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gær, mánudag.

Tómas Kristjánsson, formaður sambandsins, segir margar forsendnanna sem þar eru gefnar ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum – dæmið sé því skekkt.

Fyrst og fremst sé afar ólíklegt að ríkisstuðningurinn muni vara fram til ársins 2030 og því ólíklegt að kostnaðurinn reynist eins mikill og raun ber vitni. Í nýjustu löggjöfinni segir að niðurgreiðslan varði allt að 20 þúsund bíla og gildi til loka árs 2023.

Rafbílasambandið gerði nýverið umsögn við nýjustu lagabreytinguna, þar sem óskað var eftir langtímastefnu.

Stuðningi hætt þremur árum fyrr

„Við gerðum þarna líkan þar sem við gerðum ráð fyrir áframhaldandi óbreyttum stuðningi til ársins 2024 og tveimur árum eftir það myndi hann falla niður í skrefum.“ Þar sé því gert ráð fyrir að stuðningi verði hætt árið 2027, heilum þremur árum fyrr en skýrslan gerir ráð fyrir.

„Þetta verður svona svart hjá þeim af því að þau eru að miða við árið 2030, sem enginn annar er að gera. Þau eru í raun og veru að gefa sér kolrangar forsendur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK