Tenging leiðakerfa á Grænlandi og Íslandi í farvatninu

Frá vinstri: Tomas Leth Jørgensen, yfirmaður leiðakerfis og tekjustýringar hjá …
Frá vinstri: Tomas Leth Jørgensen, yfirmaður leiðakerfis og tekjustýringar hjá Air Greenland, Tómas Ingason framkvæmdastjóri tekjusviðs Icelandair, Jacob Nitter Sørensen, forstjóri Air Greenland, Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair og Mogens E. Jensen framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Air Greenland. Ljósmynd/Aðsend

Icelandair og Air Greenland hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf.

Tilkynnt var um samstarfið á Vestnorden-ferðaráðstefnunni í kvöld, en það mun ganga út á að tengja leiðakerfi félaganna tveggja, en það er umfangsmikið leiðakerfi Air Greenland á Grænlandi og alþjóðlegt leiðakerfi Icelandair til Evrópu og Norður-Ameríku.

Þá segir í tilkynningu að samstarfið muni nýtast viðskiptavinum beggja félaga og fjölga tengingum á mörkuðum þeirra til, frá, um og innan Grænlands og Íslands.

Einnig kemur fram að Icelandair hafi flutt hluta Grænlandsflugs síns frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur og þannig verður hægt að bjóða upp á tengiflug frá áfangastöðum Air Greenland á Grænlandi til áfangastaða Icelandair í Evrópu og Norður-Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK