Kaupmáttur dróst saman um 1,5%

Heildartekjur heimilanna jukust um tæplega 9,5% á öðrum ársfjórðungi 2022 …
Heildartekjur heimilanna jukust um tæplega 9,5% á öðrum ársfjórðungi 2022 samanborið við sama ársfjórðung 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hafi dregist saman um tæplega 1,5% á öðrum ársfjórðungi 2022 borið saman við sama tímabil fyrra árs.

Á árinu 2021 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna aftur á móti um 5,4% samanborið við árið 2020, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Þar segir að áætlað sé að ráðstöfunartekjur heimilisgeirans hafi aukist um 9,1% á öðrum ársfjórðungi 2022 borið saman við sama ársfjórðung í fyrra.

Þá er áætlað að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið rúmlega 1,25 milljónum króna á ársfjórðungnum og hafi aukist um 6,3% frá sama tímabili í fyrra.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 7,9%

„Að teknu tilliti til verðlagsþróunar dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hins vegar saman um tæplega 1,5% á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkaði um 7,9% á sama tímabili,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Hagstofunnar jukust heildartekjur heimilanna um tæplega 9,5% á öðrum ársfjórðungi 2022 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Sá liður sem vegur hvað þyngst í aukningu heildartekna eru launatekjur en þær jukust um 16,8%.

Þá jukust heildargjöld heimilanna um tæplega 10% á öðrum ársfjórðungi 2022 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra.

Hraðari hjöðnun verðbólgu

Líkt og greint var frá í gær fer íbúðamarkaðurinn kólnandi en vísitalan lækkaði um 0,4% á milli mánaða í fyrsta sinn síðan 2019.

Vegna þessa gerir hagsjá Landsbankans nú ráð fyrir hraðari hjöðnun verðbólgunnar og að hún mælist 9,4% í september í stað 9,6% eins og verðbólguspá bankans gerði ráð fyrir í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK