Eyrún leiðir markaðsmál hjá Símanum

Eyrún Huld Harðardóttir er nýr leiðtogi markaðsmála hjá Símanum.
Eyrún Huld Harðardóttir er nýr leiðtogi markaðsmála hjá Símanum. Ljósmynd/Aðsend

Eyrún Huld Harðardóttir hefur verið ráðin leiðtogi markaðsmála hjá Símanum. Eyrún Huld starfaði í 15 ár í fjármálageiranum en hún hefur umfangsmikla reynslu af markaðssetningu, þjónustu- og stafrænni upplifun og markaðsrannsóknum.

Eyrún kemur til Símans frá Íslandsbanka þar sem hún starfaði í stafrænni upplifun í markaðsdeild bankans. Hún er fyrrum afrekskona í knattspyrnu og er með B.Sc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Nova University í Bandaríkjunum ásamt mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði við Háskólanum í Reykjavík.

Eyrún kveðst spennt að takast á við þau verkefni sem framundan eru hjá Símanum að því er fram kemur í tilkynningu. Þar sem Síminn standi á tímamótum og er að breytast úr gamalgrónu fjarskiptafélagi yfir í stafrænt þjónustufyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK