Kæru gegn Sveini Andra vísað frá

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson. Ljósmynd/Aðsend

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að vísa frá kæru Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns á hendur Sveini Andra Sveinssyni hrl. fyrir fjárdrátt með því að hafa sem skiptastjóri þrotabús EK1923 dregið sér fé af fjárvörslureikningi þrotabúsins.

Í október 2019 komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Sveinn hefði ekki upplýst kröfuhafa á formlegan hátt um ætlaðan skiptakostnað og tímagjald sitt sem skiptastjóra við fyrrgreint bú. Honum var því gert að endurgreiða búinu þá skiptaþóknun sem hann hafði þegið, um 100 milljónir króna. Dómurinn taldi þó ekki þörf á að víkja Sveini Andra sem skiptastjóra og fékk hann því að klára skiptin á búinu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK