2022 miklu sterkara en stjórnvöld sáu fyrir

Bjarni Benediktsson var gestur fundarins. Hér er hann ásamt Stefáni …
Bjarni Benediktsson var gestur fundarins. Hér er hann ásamt Stefáni Einari Stefánssyni spyrli. Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í morgun á fjölsóttum fundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og mbl.is, að árið 2022 væri miklu sterkara en stjórnvöld hafi séð fyrir.

Hann sagði að tekjurnar væru mun meiri og hagvöxturinn sömuleiðis. Þá sagði hann að slátturinn í hagkerfinu væri sambærilegur og árið 2007. Allar vélar væru á yfirsnúningi sem birtist á ýmsan hátt. „30% fleiri stjórnendur telja að skortur sé á starfsfólki en að meðaltali, sem segir að það vantar fólk í vinnu,“ sagði Bjarni.

Fullt var út úr dyrum á fundinum sem fór fram …
Fullt var út úr dyrum á fundinum sem fór fram í höfuðstöðvum Árvakurs í Hádegismóum. Kristinn Magnússon

Hagvöxtur 7%

Þá sagði hann að samkvæmt nýjum tölum fyrir þriðja fjórðung ársins sé hagvöxtur 7% miðað við sama tíma í fyrra. Það sé langt umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir. „2022 er ár mikilla umsvifa. Það birtist okkur í verðbólgutölum og mikilli eftirspurn í hagkerfinu. Það er skortur á íbúðum og einkaneysla er mikil.“

Sterkur kaupmáttur bandarískra ferðamanna

Spurður að því hvað hafi farið öðruvísi á árinu en gert hafi verið ráð fyrir segir Bjarni að ferðamenn séu til að mynda fleiri. „Kaupmáttur bandarískra ferðamanna er mjög sterkur og þeir eru að koma í meira mæli en við höfum séð í spálíkönum. Ferðaþjónustan gekk frábærlega frá vorinu og fólk er aðeins byrjað að ganga á sparnað sem safnast hefur upp.“

Kristinn Magnússon

Bjarni var spurður um hvað væri til ráða til að slá á verðbólgu sem nú mælist 9,3%. Í því samhengi var vísað til þess að Bjarni hefði tekið undir ákvörðun Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,25% á dögunum.

Ráðherrann sagði að sér fyndist það of ódýr pólitík að grípa hvert tækifæri sem Seðlabankinn hækkar vexti til að blóta honum og sameinast um að vera gegn honum. „Ég held að það sé miklu ábyrgari pólitík til lengri tíma að horfast í augu við rauntölurnar og takast á við það á málefnalegum grundvelli.“

Staðreyndin er sú að sögn Bjarna að verðbólguhorfurnar séu að versna og versna. „Verðbólga á næsta ári virðist ætla að vera talvert meiri en við vorum að tala um fyrir 3 – 6 mánuðum síðan.“

Kristinn Magnússon


Hann bætti við að sér þætti miklu meira vit í umræðum um hvort bankinn hafi mögulega farið of langt niður í vaxtaákvörðunum sínum frekar en hvort hann hafi hækkað of oft. „Það er staðreynd að það er mikil spenna í hagkerfinu og verðbólguhorfur að versna. Við þær aðstæður að SÍ hækki vexti um 0,25% eru ekki nein straumhvörf í vaxtamálum. Við ættum frekar að beina sjónum að því í einhverri alvöru hvernig við getum slegið verðbólguna niður. Ég ætla ekki að taka þátt í þeim klassíska leik að beina sjónum að Seðlabankanum sem vandamáli heldur verðbólgunni sem er vandamálið.“

Fáránlega slæm kjör

Bjarni lýsti á fundinum áhyggjum af fjármögnunarkjörum innlenda bankakerfisins, bæði í erlendri mynt en einnig kjörum þeirra á innanlandsmarkaði. „Í mínum huga eru kjör íslenska bankakerfisins fáránlega slæm á erlendum mörkuðum sem er áhyggjuefni fyrir þá sem treysta á þá til að lána í erlendri mynt. Kjörin eru í engu samræmi við styrk fyrirtækjanna. Þau endurspegla mögulega þennan litla markað sem við erum á og við verðum dálítið jaðarsett þegar þrengir að á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. En kjörin og lánshæfi íslensku fjármálafyrirtækjanna eru í engu samræmi við fjárhagslegan styrk þeirra.“

Kristinn Magnússon

Bjarni var á fundinum spurður um hvort gripið yrði til ráða eins og skattalækkana til að auðvelda fyrirtækjum róðurinn, eða hvort hækka ætti skatta til að kæla hagkerfið.

Hann svaraði því til að þó svo að umsvif væru mikil væru það ekki merki um að við værum komin fram úr okkur.

Kristinn Magnússon

„Það er jákvætt í þessum bráðbirgðatölum um þriðja ársfjórðung að viðskiptajöfnuður er að lagast. Við höfðum áhyggjur af því að vera að eyða miklu meiri gjaldeyri en við öfluðum en í nýjustu tölunum snerist það aftur við. Það er vísbending um að við séum í skárra jafnvægi. Við erum að framleiða gjaldeyri fyrir öllu því sem við erum að neyta á þriðja ársfjórðungi.“

Vel hægt að finna mjúka lendingu

Bjarni segir vel hægt að finna mjúka lendingu fyrir hagkerfið. Þar skipti niðurstaða kjaraviðræðna miklu máli og ekki væri ástæða til að fara út í skattahækkanir. Frekar þyrfti að halda aftur af ríkisútgjöldum.

„Mörgum finnst nóg um hvað ríkisútgjöldin eru að vaxa og ég get alveg sagt að ég hef ákveðnar áhyggjur af því sömuleiðis. Þá sérstaklega hefur eftirlit með framkvæmd fjárlaganna ekki verið í lagi í allt of langan tíma.“

Fundir Kompanís eru jafnan vel sóttir.
Fundir Kompanís eru jafnan vel sóttir. Kristinn Magnússon


Bjarni sagði til frekari útskýringar að stofnanir fengju skammtað fjármunum á Alþingi. Þeir séu svo teknir og 10% bætt ofaná. Síðan sé ætlast til að þingið komi og afgreiði það. „Svo þegar maður ræðir viðkvæma málaflokka, sérstaklega í heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, almannatryggingar, sjúkratryggingar osfrv. þá er bara engin fyrirstaða neinsstaðar. Og það þykir bara eðlilegt að viðbótarreikningurinn sé alltaf greiddur.“

Kristinn Magnússon


Í þessu samhengi var Bjarni spurður út í hækkun fjárframlaga til Landsspítalans á sama tíma og ný stjórn hefur boðað aukið aðhald. Bjarni sagði að þar væri í raun um sokkinn kostnað að ræða, útgjöld sem þegar séu orðin.

Meira framúr en sem nemur uppbyggingu

Benti Bjarni á að sú fjárhæð sem Landspítalinn færi fram úr fjárlögum á þessu ári væri hærri en fjárframlög til byggingar nýs Lansdspítala á árinu, eða hátt í 15 milljarðar króna.

Ráðherrann ítrekaði góða stöðu landsins í alþjóðlegum samanburði og sagði að margir í alþjóðaumhverfinu vildu gjarnan skipta við Ísland um sæti. Orkukrísa væri í Evrópu og á norðurlöndum og orkureikningurinn rjúki upp. Íslendingar væru á hinn bóginn sjálfbærir að mestu hvað orku varðaði.

Kristinn Magnússon

Horft fram á næsta ár sagði Bjarni að helstu áhyggjurnar væru af smithættu af vandræðum erlendis frá.

Ekki áhyggjur af sjávarfangi

Um útflutningsgreinarnar sagði Bjarni að fiskverð hafi verið hátt og muni haldast hátt, sérstaklega fyrir þá sem væru með sjálfbærar veiðar og hreinar afurðir. „Ég hef ekki áhyggjur af útflutningsvirði sjávarfangs á Íslandi.“

Kristinn Magnússon


Þá sagði Bjarni að í samræðum við álverin hefði komið fram að nú væru menn farnir að fá hærra verð fyrir að framleiða grænt ál eins og gert sé á Íslandi. „Afkoma álveranna er hærri en lengi hefur verið og afkoma orkusala eins og Landsvirkjunar hefur aldrei verið betri,“ sagði Bjarni að lokum á fundi Kompanís.

Girnilegar krásir voru bornar fram.
Girnilegar krásir voru bornar fram. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Hallur Már Hallsson blaðamaður mbl.is og Haraldur Johannessen framkvæmdastjóri og …
Hallur Már Hallsson blaðamaður mbl.is og Haraldur Johannessen framkvæmdastjóri og ritstjóri Morgunblaðsins. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Glatt var á hjalla hjá fundargestum.
Glatt var á hjalla hjá fundargestum. Kristinn Magnússon
Söngkonan Regína Ósk söng jólalög.
Söngkonan Regína Ósk söng jólalög. Kristinn Magnússon
Magnús E. Kristjánsson framkvæmdastjóri sölu - og markaðssviðs Árvakurs ásamt …
Magnús E. Kristjánsson framkvæmdastjóri sölu - og markaðssviðs Árvakurs ásamt Bjarna Benediktssyni. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Gestir voru leystir út með gjöfum.
Gestir voru leystir út með gjöfum. Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK