Farþegafjöldi næstum því sá sami og fyrir faraldur

Farþegar Icelandair í millilandaflugi voru 191.000 í janúar, 88% fleiri …
Farþegar Icelandair í millilandaflugi voru 191.000 í janúar, 88% fleiri en í janúar 2022. Ljósmynd/Icelandair

Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 210.000 í janúar í ár, eða um 93% af farþegafjölda í sama mánuði árið 2020, síðasta janúarmánuði fyrir ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Þar segir að farþegar í millilandaflugi hafi verið 191.000 í janúar, 88% fleiri en í janúar 2022 þegar 102.000 millilandafarþegar hafi flogið með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands hafi verið 75.000 og 47.000 frá Íslandi. Tengifarþegar hafi verið um 69.000.

Veðrið hafði áhrif á stundvísi

Í tilkynningunni segir að stundvísi í millilandaflugi hafi verið 75% en slæmt veður í janúar hafi haft töluverð áhrif á stundvísi og farþegafjölda.

Sætanýting í millilandaflugi jókst milli ára, var 74,6%, samanborið við 59,5% í janúar 2022.

Fraktflutningar jukust um 31% miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin skýrist fyrst og fremst af því að félagið bætti breiðþotu við fraktflotann sem eykur fraktrými, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK