Forstjóri á útleið kaupir í félaginu

Helgi Gunnarsson forstjóri Regins.
Helgi Gunnarsson forstjóri Regins. mbl.is/​Hari

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Reg­ins, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir um fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna viðskipta stjórnanda til Kauphallarinnar. Fyrir tæplega mánuði var greint frá því að Helgi hefði óskað eftir að láta af störfum fyrir félagið.

Helgi hefur verið forstjóri Regins frá árinu 2009. Hann mun starfa sem forstjóra þangað til ráðið hefur verið í starfið fyrir hann. Þá mun hann einnig  sitja áfram í stjórn Klasa fyr­ir hönd Reg­ins.

Viðskipti Helga áttu sér stað í morgun og var samtals um að ræða 167.000 hluti á genginu 23,9 krónur á hlut. Keypti hann bréfin í gegnum félagið B38 ehf., en það félag er 100% í eigu Helga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK