Credit Suisse fær 7.700 milljarða lán

Bankinn Credit Suisse í borginni Genf.
Bankinn Credit Suisse í borginni Genf. AFP/Fabrice Coffrini

Svissneski seðlabankinn hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með bankanum Credit Suisse og lána honum næstum 54 milljarða dala, eða um 7.700 milljarða króna, til að bæta lausafjárstöðu hans.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Credit Suisse að lán bankans, sem nemur allt 50 milljörðum franka, muni „styðja við bakið á...lykilfyrirtækjum og viðskiptavinum“.

Í gærkvöldi var greint frá því að Credit Suisse hefði biðlað til seðlabankans um að lýsa opinberlega yfir stuðningi við bankann.

„Farið hefur verið í beinskeyttar aðgerðir til að styrkja Credit Suisse á sama tíma og við höldum áfram okkar umbreytingu í þágu viðskiptavina okkar og annarra hluthafa,“ sagði Ulrich Koerner, forstjóri bankans, í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK