Ný stjórn Festu kjörin

Nýstjórn Festu. Á myndina vantar Rakel Evu Sævarsdóttur.
Nýstjórn Festu. Á myndina vantar Rakel Evu Sævarsdóttur. Ljósmynd/Festa

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Festu í vikunni og var Tómas N. Möller endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Tómas er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna en auk hans skipa stjórnina Aðalheiður Snæbjarnardóttir sjálfbærnistjóri Landsbankans, Arnar Másson stjórnarformaður Marel, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir sviðsstjóri samfélagssviðs hjá Háskólanum í Reykjavík,  Kolbeinn Hilmarsson framkvæmdastjóri Svarma, Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni, Rakel Eva Sævarsdóttir forstöðumaður sjálfbærni hjá Seven Glaciers og Þórólfur Nielsen forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Landsvirkjun. 

Úr stjórn félagsins stíga Ægir Þórisson forstjóri Advania, Jón Geir Pétursson dósent við Háskóla Íslands og Birta Kristín Helgadóttir umhverfis- og orkuverkfræðingur hjá Eflu.

Festa er miðstöð um sjálfbærni og eru aðildarfélögin um 180 talsins. Aðild að Festu eiga minnstu og stærstu fyrirtæki á Íslandi, nokkur sveitarfélög, háskólar og opinberar stofnanir, á borð við Umhverfisstofnun og Seðlabanka Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK