33,9 milljarða vöruviðskiptahalli

Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 342,5 milljarða
Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 342,5 milljarða mbl.is/Árni Sæberg

Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 342,5 milljarða króna sem er 106,1 milljarði króna óhagstæðari en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Vöruviðskipti voru óhagstæð um 33,9 milljarða í maí. Vörur voru fluttar út fyrir 82,8 milljarða króna en vörur voru fluttar inn fyrir 116,8 milljarða króna í maí. Þetta er 7,1 milljarði óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofunnar.

Tæplega þúsund milljarðir í útflutning

Verðmæti útflutnings jókst um 15,1% á tólf mánaða tímabili en heildarverðmætin voru 999,1 milljarður króna. Þó var það svo að verðmæti útflutnings í maí var 9,8 milljörðum minna í ár en árið 2022 og dróst því saman um 10.6%.

Iðnaðarvörur vega mest í útflutningi á tólf mánaða tímabili eða 56%,. Sjávarafurðir koma þar næst á eftir en þær voru 36% alls vöruútflutnings.

Gengið veikara

Vöruinnflutningur í landið á tólf mánaða tímabili jókst um 21,4% samanborið við ári fyrr, og nam 1.341,6 milljarði króna. Í maí minnkaði verðmæti vöruinnflutnings saman um 2,3% miðað við ári fyrr, en nam í maí 116,8 milljörðum króna.  

Meðaltal gengisvísitölu síðustu tólf mánaða var 194,0 og var gengið 0,8% veikara en á tólf mánaða tímabili ári fyrr þegar meðaltal gengisvísitölu var 192,5. Gengið veiktist um 6,1% í maí (196,6) samanborið við maí 2022 (185,3).

Tekið er fram á vef Hagstofu að þetta eru allt bráðabirgðatölur fyrir maí og gætu niðurstöður breyst eftir endurskoðun í lok mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK