Metfjöldi farþega hjá PLAY

Metfjöldi farþega flaug með PLAY í maí mánuði.
Metfjöldi farþega flaug með PLAY í maí mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegafjöldi Play í maímánuði sló met þegar 128.894 farþegar flugu með flugfélaginu. Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með flugfélaginu á eins mánaðar tímabili segir í tilkynningu Play.  

Farþegum fjölgaði um 26% á milli mánaða, en í apríl voru þeir 102.499 talsins. Sætanýtingin í maí nam 85% og 87,3% af flugferðum félagsins í maí voru á áætlun. 

Jákvæð tölfræði

Að því er fram kemur í tilkynningunni telst tölfræðin mjög jákvæð, sérstaklega í ljósi þess að maí felur iðulega í sér nokkra áskorun fyrir flugfélög. Eftirspurn sé ekki tekin við sér að fullu, meðal annars vegna þess að sumarfrí eru alla jafna ekki hafin í maí.

Tölfræðin sýnir fram á verulegan vöxt frá því á sama tíma í fyrra, þegar Play flutti 56.601 farþega og sætanýtingin nam 69,6%. Er því um að ræða tvöföldun á farþegafjölda í sama mánuði á milli ára, kemur fram í tilkynningunni. 

26 áfangastaðir í maí

Flogið var til 26 áfangastaða í maí, samanborið við sautján áfangastaði á sama tíma í fyrra. Sólarlandaáfangastaðir voru áfram mjög vinsælir og sá markverði árangur náðist í flugi til Lundúna, Kaupmannahafnar, Parísar, Boston og Berlínar, að sætanýting nam þar vel yfir 90 prósentum, er fram kemur í tilkynningunni. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK