Stafrænn markaður fyrir notuð föt

Stofnendur Visteyri, þær Vilborg Ásta Árnadóttir, Elfa Rós Helgadóttir og …
Stofnendur Visteyri, þær Vilborg Ásta Árnadóttir, Elfa Rós Helgadóttir og Sigrún Dís Hauksdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ný vefsíða þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað hefur verið sett í loftið. Visteyri.is er nýr stafrænn loppumarkaður þar sem hægt er að fá notuð föt send um land allt.

Teymið á bakvið Visteyri er skipað þeim Vilborgu Ástu Árnadóttur, Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. Vilborg segir í tilkynningu að markmið þeirra hafi verið að opna stafrænt markaðstorg þar sem hægt væri að selja notaðar vörur á einfaldan hátt og versla eins og í hverri annarri netverslun.

Frítt að stofna aðgang

Að hennar sögn geta allir nýtt sér Visteyri, enda frítt að stofna aðgang.

„Það eina sem þarf að gera til að taka þátt er að stofna aðgang, en það kostar ekkert og tekur enga stund, og svo getur þú byrjað að selja og kaupa. Notendur geta greitt fyrir vörur á öruggan hátt með greiðslukorti eða aur ásamt því að fá þær sendar um allt land. Þannig geta allir tekið þátt í hringrásarhagkerfi sem gengur út á að deila og endurnýta,“ segir hún í tilkynningunni.

Hugmyndin varð til í Danmörku

Vilborg segir hugmyndina hafi sprottið upp þegar þær bjuggu í Kaupmannahöfn og nýttu sér svipuð markaðstorg þar til að kaupa og selja notaðar flíkur. Það hafi gert þeim kleift að versla á betra verði og á umhverfisvænni hátt. „Við sáum strax að svona alhliða lausn vantaði á Íslandi og höfum eytt síðustu árum í að þróa Visteyri,” segir hún.

Enn í þróun

Elfa tekur fram að þó vefsíðan sé komin í loftið þá sé hún enn í þróun. Visteyri verði unnin áfram í samstarfi við notendur síðunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK