Rannsaka tildrög uppsagnarinnar

Bankareikningi Nigel Farage var sagt upp fyrirvaralaust hjá breska bankanum …
Bankareikningi Nigel Farage var sagt upp fyrirvaralaust hjá breska bankanum NatWest. AFP

Stjórnarformaður breska bankans NatWest, Howard Davies, hefur tilkynnt að bankinn muni setja á fót sjálfstætt eftirlit til að rannsaka tildrög þess að bankinn lokaði fyrirvaralaust bankareikningi Nigel Farage í bankanum. Bankastjóri bankans, Alison Rose, sagði starfi sínu lausu á dögunum vegna málsins.

„Síðustu vikur hafa verið erfiður tími fyrir bankann og við biðjumst afsökunar á óvissunni sem hefur skapast fyrir viðskiptavini og hluthafa bankans,“ sagði Howard Davies við blaðamenn í dag er hann tilkynnti þeim að bankinn hefði ráðið til starfa bresku lögmannsstofuna Travers Smith til að leiða rannsóknina á máli Farage hjá bankanum.

Farage seg­ist hafa út­vegað sér skjal um málið frá bank­an­um þar sem viðhorf hans til Brexit og annarra pólitískra mála koma fram sem, að hans mati, útskýra uppsögnina á reikningi hans.

Ljóst að þau gerðu ýmislegt rangt

Paul Thwaite bráðabirgðaforstjóri bætti við að það væri „vægt til orða tekið að segja að þetta séu ekki kjöraðstæður fyrir neinn til að taka við“.

„Það er alveg ljóst að við höfum gert ýmislegt rangt,“ bætti hann við.

BBC greindi frá því upphaflega að Farage hafði verið sagt upp vegna þess að hann hefði ekki nógu mikla inni­stæðu hjá bank­an­um. BBC hefur síðan beðist afsökunar á þeirri frétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK