Fagna áherslum í frumvarpinu

SI og Viðskiptaráð telja margt jákvætt í fjárlagafrumvarpi næsta árs.
SI og Viðskiptaráð telja margt jákvætt í fjárlagafrumvarpi næsta árs. mbl.is/Árni Sæberg

Viðskiptaráð telur að mikilvægt sé að áhersla sé lögð á skilvirkni í rekstri og einföldun stofnanaumhverfisins. Samtök iðnaðarins fagna áherslum sem fram koma í frumvarpinu á þætti sem styrkja framboðshlið hagkerfisins. Þetta kemur fram í umsögnum þeirra um fjárlagafrumvarp næsta árs sem nú er til meðferðar á Alþingi.

Í umsögn Viðskiptaráðs kemur fram að það fagni því að lögð sé áhersla á aukið aðhald í ríkisfjármálum en telur þó að taka þurfi taka stærri skref til að draga úr þenslu og ná verðbólguhorfum niður. Viðskiptaráð hvetur fjárlaganefnd og Alþingi til að leita frekari leiða á útgjaldahlið frumvarpsins til að bæta afkomu ríkissjóðs.

„Fáheyrður útgjaldavöxtur undanfarinna ára er ekki genginn til baka og tekjustofnar ríkissjóðs hafa styrkst umfram það sem vænta mátti. Viðskiptaráð telur því nærtækast að frekara aðhald sé útfært á útgjaldahlið ríkisfjármálanna,“ segir í umsögn ráðsins.

Knýja á um aukna stafvæðingu

Þá segir í umsögninni að Viðskiptaráð telji mikilvægt að áhersla sé lögð á skilvirkni í rekstri og einföldun stofnanaumhverfisins. Víða leynist tækifæri til sameiningar stofnana og knýja megi á um aukna stafvæðingu.

„Þrátt fyrir gríðarlegan vöxt tekna og breikkun tekjustofna er lögð áhersla á hækkun skatta og álagna á einstaklinga og fyrirtæki,“ segir í umsögn ráðsins.

Viðskiptaráð bendir einnig á að skuldahorfur ríkissjóðs hafi stórbatnað frá því í miðjum faraldri en horfurnar séu þó verri en á horfðist fyrir fjórum árum.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK