Vænta 77% fjölgunar starfsfólks

Samtök iðnaðarins vilja efla menntakerfið hér á landi og liðka …
Samtök iðnaðarins vilja efla menntakerfið hér á landi og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til þess að mæta þörf geirans. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ný greining Samtaka Iðnaðarins (SI) væntir 77% fjölgunar starfsfólks í tækni- og hugverkaiðnaði á næstu 5 árum.

Greiningin er byggð á könnun sem var gerð meðal stjórnenda fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði, segir í tilkynningu til fjölmiðla.

Eiga von á 2.498 starfsmönnum til viðbótar

Fjölgun starfsfólks um 77% í tækni- og hugverkaiðnaði gerir 2.498 starfsmenn til viðbótar við þau 3.224 sem eru þegar starfandi. 

Heildarfjöldi þeirra sem yrðu starfandi í þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni gerir þá 5.722 gangi spár eftir.

Segja menntakerfið ekki geta mætt þörfinni

Í greiningu SI segja 63% stjórnenda erfiðleika við að finna rétt starfsfólk hefta vöxt fyrirtækjanna. 

Þá telur jafnhátt hlutfall stjórnenda að menntakerfið á Íslandi muni ekki geta gefið af sér nægilega marga sérfræðinga til þess að mæta þörfinni í geiranum. 

Vilja efla menntakerfið og fleiri erlenda sérfræðinga

Að mati SI þarf í ljósi greiningarinnar að efla menntakerfið hér á landi og að sama skapi liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga til landsins. 

SI telur að með auknum skattahvata til erlendra sérfræðinga og með því að markaðssetja Ísland sem nýsköpunarland og með því að einfalda umsóknarferli um atvinnu- og dvalarleyfi sé hægt að draga fleiri erlenda sérfræðinga til landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK