Vill nefndarfund um veiðigjöld

Við höfnina í Bolungarvík.
Við höfnina í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að boðað verði til sérstaks fundar í atvinnuveganefnd Alþingis um stöðu minni útgerða og áhrif hækkunar veiðigjalda á rekstrarstöðu þeirra. Þetta kemur fram í bréfi sem Halla Signý hefur sent til formanns og varaformanns nefndarinnar en þar segir:

„Forsagan er sú að veiðigjöldin margfölduðust á sl. ári og nú þegar hafa einhver útgerðarfyrirtæki gefist upp og nokkur eru að hugsa sér til hreyfings. Sú reikniregla sem viðgengst kemur illa niður í því árferði sem núna er hjá bolfiskfyrirtækjum. Reiknireglan miðast við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja fyrir tveimur árum og veiðigjöld þessa fiskveiðiárs er því tengd afkomu greinarinnar árið 2015 sem var verulega betri en afkoma sl. árs. Því veldur styrking krónunnar og lækkun á hráefnisverði.

Halla Signý segir að leita þurfi skýringa á því hvað valdi því að hlutur bolfiskgeirans í veiðigjöldum sé miklu hærri en hlutur uppsjávargeirans. Núverandi skipting sé þannig sú að uppsjávargeirinn greiði 17% en bolfisksgeirinn 83%. Lítil og meðalstór fyrirtæki í bolfisksgeiranum eigi mörg hver í verulegum erfiðleikum og ekki er útséð hve mörgum takist að klára árið.

„Þarna erum við ekki einungis að tala um að einstökum byggðalögum blæði, heldur fjórðungum. Þar eru einungis lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki. Ennþá er það svo að sjávarútvegurinn er aðalatvinnuvegur fjórðungsins. Það er því mikið í húfi. Okkur tekst ekki á skömmum tíma að byggja upp eða styrkja aðrar atvinnugreinar til að mæta þeim skelli sem gæti orðið ef þessi stoð væri skorin niður. Samþjöppun fyrirtækja? Viljum við að eitt stórt fyrirtæki sem hefur enga tengingu við samfélagið reki allan sjávarútveg?“

Fyrir vikið sé einnig að um byggðamál að ræða á stóru svæði „Litróf sjávarútvegsfyrirtækja í landinu má ekki verða einsleitt. Það er öllum byggðarlögum hollt að rekin séu sterk og fjölbreytt fyrirtæki sem fylgja hjarta samfélagsins.“ Halla Signý vill að á fundinn verði boðaðir fulltrúar sjávarútvegsráðuneytisins, landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni, landssamtök smábátasjómanna, fulltrúar minni sjávarútvegsfyrirtækja víðsvegar af landinu og aðrir hlutaðeigandi.

Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.
Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.18 206,37 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.18 258,27 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.18 236,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.18 218,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.18 66,19 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.18 68,81 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.18 160,51 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.3.18 Friðrik Sigurðsson ÁR-017 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 2.215 kg
Samtals 2.215 kg
21.3.18 Sæfari ÁR-170 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 2.714 kg
Samtals 2.714 kg
21.3.18 Hróðgeir Hvíti NS-089 Grásleppunet
Grásleppa 436 kg
Þorskur 222 kg
Samtals 658 kg
21.3.18 Natalia NS-090 Grásleppunet
Grásleppa 719 kg
Þorskur 43 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 765 kg
21.3.18 Emil NS-005 Landbeitt lína
Þorskur 1.471 kg
Ýsa 539 kg
Steinbítur 108 kg
Keila 9 kg
Samtals 2.127 kg

Skoða allar landanir »