Stærri fiskarnir mun mikilvægari

Í ljós kom að tengsl stærðar fisksins og framleiðslu hrogna …
Í ljós kom að tengsl stærðar fisksins og framleiðslu hrogna eru ekki línuleg, heldur fer hrognaframleiðsla veldisvaxandi eftir því sem fiskurinn stækkar. mbl.is/Alfons

Mun mikilvægara er að kasta stærri fiskum aftur í sjóinn, einkum þeim sem kvenkyns eru, heldur en smærri fiskum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í skýrslu fyrr í mánuðinum í vísindaritinu Science.

„Niðurstöðurnar skipta öllu máli fyrir fiskveiðistjórnun,“ segir einn höfunda skýrslunnar, dr. Ross Robertson, vísindamaður við Smithsonian-hitabeltisrannsóknastofnunina í Panama.

„Það sem þær segja okkur er að draga frekar úr þrýstingi veiða á stærri fiska en á þá smærri, í því skyni að viðhalda og endurnýja fiskistofna.“

Ástæðan er sú að stærri kvenkyns fiskar framleiða miklu fleiri hrogn, og stærri þar að auki, en smærri fiskar. Gegna þeir með því móti hlutfallslega mun stærra hlutverki við að varðveita tegund sína, segir í skýrslunni.

30 kílóa fiskur framleiðir fleiri hrogn en 28 tveggja kílóa fiskar

Við rannsóknina skoðuðu vísindamenn við Monash- og Sydney-háskóla fjölda og stærð hrogna frá 342 mismunandi tegundum í sjó, auk þess sem þeir rannsökuðu hve mikil orka færi í framleiðslu hrognanna.

Í ljós kom að tengsl stærðar fisksins og framleiðslu hrogna eru ekki línuleg, heldur fer hrognaframleiðsla veldisvaxandi eftir því sem fiskurinn stækkar.

Niðurstöðurnar eru á skjön við þær kenningar sem til þessa hafa notið vinsælda og einnig ýmis fiskveiðistjórnunarlíkön, þar sem til dæmis hefur verið gert ráð fyrir að tveggja kílóa fiskur framleiði jafn mörg hrogn og tveir fiskar af sömu tegund sem vega eitt kíló hvor.

Vísindamennirnir komust þannig meðal annars að því, að einn 30 kílóa fiskur framleiðir fleiri hrogn en 28 tveggja kílóa fiskar, sem samtals vega 56 kíló.

„Af því leiðir, að ef þú tekur einn stóran fisk úr vistkerfinu, þá hefur það mun meiri áhrif á gang tegundarinnar en ef þú tekur marga smærri fiska.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »