Kröfum veiðiréttarhafa vísað frá

Veiðihúsið við Haffjarðará.
Veiðihúsið við Haffjarðará. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Arnarlax, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar og vísað frá kröfum fyrirtækjanna Akurholts og Geiteyrar, sem eru veiðiréttarhafar í Haffjarðará í úrskurði sínum 18. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arnarlaxi.

„Veiðiréttarhafarnir höfðu krafist þess að starfs- og rekstrarleyfi Arnarlax í Arnarfirði yrðu ógilt. Arnarlax, sem er ASC-vottað fyrirtæki, er stærsta fiskeldisfyrirtækið hér á landi.

Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að kröfur veiðiréttarhafanna miðuðu að því að fá dóm sem legði bann við að laxeldi í sjókvíum væri stundað á Íslandi. Vísaði dómurinn til þess að löggjafinn og stjórnvöld hefðu um áratugaskeið tekið með í reikninginn áhrif fiskeldis á náttúrulega laxastofna í veiðiám á Íslandi, við ákvarðanatöku um hvort og á hvern hátt og í hversu miklum mæli fiskeldi skyldi heimilað,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum LEX lögmannsstofu, sem flutti málið fyrir hönd Arnarlax, í fréttatilkynningu.

Kirstín Edwald, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum LEX lögmannsstofu.
Kirstín Edwald, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum LEX lögmannsstofu.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Arnarlaxi kom fram í dóminum að óumdeilt væri að staðbundin umhverfisáhrif starfsemi Arnarlax næðu ekki til þess hafsvæðis þar sem Haffjarðará rynni til sjávar.

„Niðurstaða dómsins er því sú að veiðiréttarhafarnir hafi ekki orðið fyrir tjóni af starfsemi Arnarlax og að þeir hafi ekki sýnt fram á að starfsemin skapaði hagsmunum þeirra sérstaka hættu. Þeir hafi því ekki lögvarða hagsmuni af að fá dóm um kröfur sínar,“ segir Kristín Edwald í fréttatilkynningu.

Veiðiréttarhafarnir hafa tvær vikur frá uppkvaðningu úrskurðarins til þess að kæra umrædda niðurstöðu til Landsréttar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.19 290,80 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.19 344,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.19 302,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.19 142,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.19 106,20 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.19 123,28 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 16.7.19 341,98 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.7.19 276,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.19 Guðbjörg GK-077 Lína
Hlýri 164 kg
Þorskur 106 kg
Grálúða / Svarta spraka 71 kg
Keila 58 kg
Karfi / Gullkarfi 11 kg
Samtals 410 kg
16.7.19 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 6.480 kg
Grálúða / Svarta spraka 4.371 kg
Karfi / Gullkarfi 214 kg
Hlýri 142 kg
Keila 86 kg
Blálanga 33 kg
Samtals 11.326 kg
16.7.19 Friðrik Sigurðsson ÁR-017 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 11.890 kg
Samtals 11.890 kg

Skoða allar landanir »