Náðu samningi fyrir 700 milljónir

Hjá Slippnum starfa um 150 til 160 manns, allir á ...
Hjá Slippnum starfa um 150 til 160 manns, allir á Akureyri.

„Í þessu felst klár gæðastimpill fyrir okkur,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri, sem gengið hefur frá samningi við norsku skipasmíðastöðina Vard um smíði á millidekki fyrir nýjan togara útgerðarinnar Nergård Havfiske.

Samningurinn er virði tæplega 700 milljóna króna og er verkefnið það stærsta einstaka sem norðlenska fyrirtækið hefur tekið að sér, en á undanförnum fimm árum hefur Slippurinn afhent sex millidekk í frystitogara.

„Það er afar ánægjulegt að hafa lokið þessu samningaferli og nú getum við hafist handa,“ segir Eiríkur í samtali við 200 mílur, 32 síðna sérblað sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Verkefnið fyrir Vard og Nergård Havfiske felur þá nýjung í sér að í fyrsta sinn sér Slippurinn alfarið um hönnun og uppsetningu millidekks. Hönnun þess er nú lokið og fyrir norðan er starfsfólk Slippsins byrjað að panta íhluti héðan og þaðan til að geta hafið smíðina.

„Við stefnum að því að setja búnaðinn um borð í skipið úti í Noregi í september,“ segir Eiríkur. „Þetta er norskt fyrirtæki og það fylgir því hagræðing að klára uppsetningu millidekksins í þeirra heimagarði.“

Fjölmargir aðilar koma að verkinu að sögn Eiríks. Fyrirtækin Marel, Stranda, Baader, Intech og Holmek, svo dæmi séu tekin.

Ákvörðun Nergård Havfiske um að leita til Slippsins hefur þegar vakið athygli, jafnt hér innanlands sem á erlendri grund. 200 mílur

Sjá nánari umfjöllun um mál þetta í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál sem út kom í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.2.19 268,11 kr/kg
Þorskur, slægður 17.2.19 338,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.2.19 249,72 kr/kg
Ýsa, slægð 17.2.19 255,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.2.19 89,15 kr/kg
Ufsi, slægður 17.2.19 155,35 kr/kg
Djúpkarfi 4.2.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 17.2.19 175,92 kr/kg
Litli karfi 13.2.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.2.19 147,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.2.19 Vesturborg ÍS-320 Línutrekt
Þorskur 80 kg
Langa 10 kg
Ýsa 6 kg
Skarkoli 5 kg
Samtals 101 kg
17.2.19 Vesturborg ÍS-320 Línutrekt
Þorskur 1.645 kg
Ýsa 433 kg
Steinbítur 226 kg
Samtals 2.304 kg
17.2.19 Sandfell SU-075 Lína
Steinbítur 2.230 kg
Þorskur 1.847 kg
Ýsa 254 kg
Keila 54 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Samtals 4.393 kg

Skoða allar landanir »