„Það sló út á allri Eyrinni“

Aðstæður við höfnina á Flateyri í morgun.
Aðstæður við höfnina á Flateyri í morgun. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni.

„Það flæddi hérna langt yfir bryggjuna og inn í masturshúsið, en þar eru rafmagnstöflur fyrir höfnina. Það sló út á allri Eyrinni,“ segir Ágústa Guðmundsdóttir, hafnarvörður á Flateyri, í samtali við 200 mílur.

„Þegar rafmagnið kom svo á aftur þá held ég að brunnið hafi yfir í masturshúsinu. Að minnsta kosti stóð svartur reykur upp úr húsinu. Höfnin er því rafmagnslaus.“

Sjór flæddi inn í masturshúsið sem olli því að rafmagnslaust ...
Sjór flæddi inn í masturshúsið sem olli því að rafmagnslaust varð í morgun. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Flæðir aftur að í kvöld

Háflóð var þegar sjórinn flæddi yfir höfnina, en síðan þá hefur fjarað nokkuð út aftur. Ágústa tekur fram að yfirleitt flæði eitthvað yfir bryggjuna á háflóði en ekki eins langt og nú varð raunin.

Flæða mun aftur að upp úr klukkan átta í kvöld.

„Já, ég held að það verði einhverjum tveimur til þremur sentimetrum lægra í kvöld,“ svarar Ágústa, spurð hvort þá megi búast við öðru eins.

Tjónið telur hún vera mikið. „Ég heyrði aðeins í rafvirkjanum og þeir reikna ekki með að setja rafmagnið aftur upp á sama stað. Ég hugsa að þeir finni nýjan stað, en það mun taka einhverja daga að laga þetta.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.3.19 328,97 kr/kg
Þorskur, slægður 22.3.19 407,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.3.19 281,12 kr/kg
Ýsa, slægð 22.3.19 273,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.3.19 85,30 kr/kg
Ufsi, slægður 22.3.19 148,89 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 22.3.19 238,07 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.19 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 3.750 kg
Þorskur 645 kg
Grásleppa 38 kg
Lúða 27 kg
Rauðmagi 2 kg
Steinbítur 2 kg
Skarkoli 2 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 1 kg
Samtals 4.467 kg
22.3.19 Hulda GK-017 Lína
Þorskur 4.755 kg
Ýsa 751 kg
Samtals 5.506 kg
22.3.19 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 311 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 339 kg

Skoða allar landanir »