Minna á oddlausa hnífa og lokaða inniskó

Hnífur stakst í hönd skipverja um borð Helgu Maríu AK. …
Hnífur stakst í hönd skipverja um borð Helgu Maríu AK. Eru sjómenn hvattir til að taka odd af hnífum sínum. Ljósmynd/Eiríkur Jónsson

Á síðasta fundi siglingasviðs rannsóknanefndar samgönguslysa var nokkrum málum lokið með sérstöku nefndaráliti.

Þannig er í skýrslu vegna slyss um borð í togaranum Helgu Maríu RE, er hnífur stakkst í hönd skipverja, bent á fyrri ályktanir þar sem sjómenn hafa verið hvattir til að taka odd af hnífum sínum.

Vegna fallslyss í stiga um borð í Kristrúnu RE hvetur nefndin til þess að sjómenn noti ávallt lokaða inniskó um borð í skipum sínum, en viðkomandi var í opnum inniskóm. Við fallið fékk skipverjinn heilahristing, áverka á baki, háls og olnboga.

Slys um borð í flutningaskipinu Selfossi fyrir ári við lestun og losun gáma á Sauðárkróki er rakið til samskiptaleysis, en skipverji slasaðist á tveimur fingrum er hann klemmdist. Nefndin hvetur útgerð til að hraða uppfærslu á öryggisstjórnunarkerfi skipanna, meta áhættu og skilgreina verklag milli skipverja og hafnarverkamanna.

Pokastroffa slitnaði

Loks má nefna slys um borð í frystitogaranum Blængi NK. Skipverjar voru að taka trollið og losa úr pokanum við veiðar á Selvogsbanka í apríl í fyrra þegar pokastroffan slitnaði. Bakborðsvelta kom á skipið og pokinn valt yfir lunningu bakborðsmegin með þeim afleiðingum að hægri fótur eins skipverja varð undir honum. Erfiðlega gekk að ná pokanum af skipverjanum og var siglt með hinn slasaða til Vestmannaeyja. Í ljós kom að hann hafði þríbrotnað á hné auk þess sem liðbönd og krossbönd skemmdust, segir í skýrslu RNSA.

Í sérsöku nefndaráliti eru viðbrögð útgerðarinnar, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sögð til fyrirmyndar í kjölfar slyssins.

Blængur við Slippinn á Akureyri.
Blængur við Slippinn á Akureyri. Ljósmynd/Slippurinn á Akureyri
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 284,01 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 472,58 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 311,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 82,32 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 178,65 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.6.21 Gestur SU-159 Handfæri
Þorskur 816 kg
Ufsi 206 kg
Samtals 1.022 kg
18.6.21 Beta SU-161 Handfæri
Þorskur 912 kg
Ufsi 203 kg
Gullkarfi 17 kg
Samtals 1.132 kg
18.6.21 Hringur ÍS-305 Handfæri
Þorskur 880 kg
Ufsi 48 kg
Samtals 928 kg
18.6.21 Júlli Páls SH-712 Handfæri
Þorskur 1.286 kg
Ufsi 8 kg
Gullkarfi 4 kg
Samtals 1.298 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 284,01 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 472,58 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 311,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 82,32 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 178,65 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.6.21 Gestur SU-159 Handfæri
Þorskur 816 kg
Ufsi 206 kg
Samtals 1.022 kg
18.6.21 Beta SU-161 Handfæri
Þorskur 912 kg
Ufsi 203 kg
Gullkarfi 17 kg
Samtals 1.132 kg
18.6.21 Hringur ÍS-305 Handfæri
Þorskur 880 kg
Ufsi 48 kg
Samtals 928 kg
18.6.21 Júlli Páls SH-712 Handfæri
Þorskur 1.286 kg
Ufsi 8 kg
Gullkarfi 4 kg
Samtals 1.298 kg

Skoða allar landanir »