Yfir þrjú þúsund gámar útbyrðis á nokkrum mánuðum

Apus sem gert er út af kaupskipafélaginu ONE missti yfir …
Apus sem gert er út af kaupskipafélaginu ONE missti yfir 1.800 gáma í nóvember. Jafnmargir gámar hafa farið útbyrðis á undanförnum mánuðum og gerist á tveimur og hálfu ári. Ljósmynd/Twitter/@mrnkA4srnrA

Gríðarlegur fjöldi gáma hefur tapast á sjó á rúmum þremur mánuðum og allir á Kyrrahafi. Fjöldinn er álíka mikill og tapast á tæplega tveimur og hálfu ári að meðaltali. Þessi atvik eru sjaldgæf, en með aukinni stærð skipa kunna þau að verða umfangsmeiri.

Mikið óveður virðist hafa sett svip sinn á siglingaleiðina milli Bandaríkjanna og Kína yfir Kyrrahaf í vetur og er ekkert smáræði sem flutningaskip hafa tapað af gámum á sjó frá nóvember 2020. Heildarfjöldi er nú kominn í 3.063 gáma sem er 222% fleiri gámar en tapast að meðaltali á ári hverju á heimsvísu.

Þann 30. nóvember í fyrra missti Apus 1.800 gáma útbyrðis. Það eru um það bil jafn margir gámar og Arnarfell og Helgafell, skip Samskipa, geta samanlagt borið. Apus, sem getur borið um 14 þúsund gáma (TEU), var á leið frá Yantian í Kína til Long Beach í Kaliforníu þegar óveður skall á og þurfti í kjölfarið að leggja við bryggju í Kobe í Japan.

Töluvert minna atvik, en stórt þó, átti sér stað 16. janúar síðastliðinn er skipið Essen, sem Maersk gerir út, missti 750 gáma í sjóinn þegar það lenti í miklum öldugangi á norðanverðu Kyrrahafi á leið frá Xiamen í Kína til Los Angeles í Kaliforníu.

Flutningaskip frá Maersk siglir til hafnar í New York.
Flutningaskip frá Maersk siglir til hafnar í New York. AFP

Stærsta einstaka tilfelli þar sem gámar tapast var 17. júní 2013 er skipið Comfort sökk á indlandshafi og 4.293 gámar fóru í sjóinn. Það er nánast sami fjöldi gáma og nýju skip Eimskips, Dettifoss og Brúarfoss, geta samanlagt borið.

Eftir því sem flutningaskipin verða stærri er einnig líklegt að umfang slysa og óhappa verði stærra. Það sást heldur betur þegar umferð um Suez-skurðinn stöðvaðist í kjölfar þess að 220 þúsund tonna og 400 metra langa skipið Ever Given festist. Hins vegar sýnir skýrsla alþjóðasamtaka skipaflutninga (World Shipping Council) frá júlí í fyrra að umfang tapaðra gáma sé ekki stórfellt, aðeins 0,0006% af þeim sem fluttir eru yfir hafið á ári hverju tapast.

Stærsta flutningaskip heims er HMM Algeciras sem rúmar 24 þúsund gáma eða um tólffalt það sem stærstu skip íslensku kaupskipafélaganna geta flutt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 3.387 kg
Þorskur 519 kg
Skarkoli 60 kg
Steinbítur 26 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 4.002 kg
29.4.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.757 kg
Ýsa 874 kg
Langa 268 kg
Steinbítur 252 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 75 kg
Keila 14 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 12.361 kg
29.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.024 kg
Ýsa 717 kg
Keila 131 kg
Steinbítur 116 kg
Samtals 1.988 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 3.387 kg
Þorskur 519 kg
Skarkoli 60 kg
Steinbítur 26 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 4.002 kg
29.4.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.757 kg
Ýsa 874 kg
Langa 268 kg
Steinbítur 252 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 75 kg
Keila 14 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 12.361 kg
29.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.024 kg
Ýsa 717 kg
Keila 131 kg
Steinbítur 116 kg
Samtals 1.988 kg

Skoða allar landanir »