Samherji kaupir 40% í norskri útgerð Íslendinga

Dótturfélag Samherja hefur fest kaup á 40% hlut í norskri …
Dótturfélag Samherja hefur fest kaup á 40% hlut í norskri útgerð sem gerir meðal annars út MS Valdimar H. Ljósmynd/Eskøy AS

Icefresh GmbH, dótturfélag Samherja í Þýskalandi, hefur fest kaup á 40% hlut í norska útgerðarfélaginu Eskøy AS, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Icefresh. Eskøy er starfrækt í Honningsvåg í Norður-Noregi og gerir út tvö fiskiskip, MS Trygve B og MS Valdimar H, auk nokkurra smærri báta.

Norska félagið var stofnað af íslensku bræðrunum Hrafni og Helga Sigvaldasonum og hefur um árabil verið í samstarfi við Icefresh sem rekur vinnslu í Gross-Gerau sem er rétt suður af Frankfurt am Main í Þýskalandi.

Haft er eftir Hrafni að stefnt sé að frekari stækkun Eskøy og mun aðkoma Icefresh styðja þau áform. Reglugerðir í Noregi gera ráð fyrir að erlent eignarhald í útgerðum megi ekki vera umfram 40% en bræðurnir hafa til þessa farið með 60% eignarhlut í félaginu og Eskøy farið með 40% af eigin hlutum, sem nú verða í eigu Samherja í gegnum þýska dótturfélagið.

Veltan 1,6 milljarðar

Samkvæmt gögnum norsku upplýsingaveitunnar Proff námu rekstrartekjur Eskøy 106,2 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,6 milljarða íslenskra króna, á árinu 2019. Þá var eiginfjárhlutfallið einungis 11,5% og námu fjármagnsgjöld rétt rúmum þremur milljónum norskra króna árið 2019, en sá kostnaðarliður nam 1,7 milljónum 2018.

Þá nam hagnaður Eskøy 2,5 milljónum norskra króna árið 2019, jafnvirði 39 milljóna íslenskra króna, en var 4,5 milljónir norskra króna árið á undan.

Samherji hefur áður, í gegnum dótturfélög, fjárfest í Noregi og keypti fyrir um sjö árum 20% hlut í útgerðarfélaginu Nergård sem er meðal stærstu útgerða Noregs.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.21 245,15 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.21 310,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.21 252,71 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.21 248,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.21 94,72 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.21 126,22 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.21 136,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.21 148,48 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.5.21 267,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.5.21 Þrasi VE-020 Handfæri
Þorskur 248 kg
Ufsi 52 kg
Langa 9 kg
Samtals 309 kg
12.5.21 Byr VE-150 Handfæri
Þorskur 74 kg
Gullkarfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 89 kg
12.5.21 Björg Jóns ÍS-129 Handfæri
Þorskur 651 kg
Samtals 651 kg
12.5.21 Æsir BA-808 Grásleppunet
Grásleppa 4.643 kg
Samtals 4.643 kg
12.5.21 Hulda SF-197 Handfæri
Þorskur 723 kg
Ufsi 140 kg
Samtals 863 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.21 245,15 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.21 310,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.21 252,71 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.21 248,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.21 94,72 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.21 126,22 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.21 136,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.21 148,48 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.5.21 267,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.5.21 Þrasi VE-020 Handfæri
Þorskur 248 kg
Ufsi 52 kg
Langa 9 kg
Samtals 309 kg
12.5.21 Byr VE-150 Handfæri
Þorskur 74 kg
Gullkarfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 89 kg
12.5.21 Björg Jóns ÍS-129 Handfæri
Þorskur 651 kg
Samtals 651 kg
12.5.21 Æsir BA-808 Grásleppunet
Grásleppa 4.643 kg
Samtals 4.643 kg
12.5.21 Hulda SF-197 Handfæri
Þorskur 723 kg
Ufsi 140 kg
Samtals 863 kg

Skoða allar landanir »